Skip to Content

menu 2

Endurmenntun

1. endurmenntunar námskeið vörubílstjóra

Endurmenntun

1. endurmenntunar námskeið vörubílstjóra

Endurmenntun

1. endurmenntunar námskeið vörubílstjóra

Fréttir

08.10.2019

Meiraprófsnámskeið hófst í dag og það voru spenntir og áhugasamir nemendur sem mættu. Flestir nemenda hyggjast nota tilvonandi atvinnuökuréttindin í ferðaþjónustu hér á Suðurlandi en einnig margir sem hyggja á vöruflutninga.

Nú er langt komið meiraprófsnámskeið á ensku sem hófst í september en margir af erlendu bergi brotnir hyggjast starfa hér á þessu svæði við akstur.

02.10. 2019

Ökuland flytur í Fjölheima

Á dögunum handsöluðu Guðni Sveinn Theodórsson og Sigurður Sigursveinsson samkomulag Ökulands ökuskóla og Háskólafélags Suðurlands um aðstöðu fyrir skrifstofu og kennslustofur. 

Ökuland sérhæfir sig í auknum ökuréttindum á íslensku og ensku, endurmenntun bílstjóra, vinnvélanámskeiðum auk bifhjólanámskeiða. Einnig hefur Ökuland ferðaskrifstofuleyfi og hefur undanfarin ár skipulagt hópferðir til Evrópu.

Sigurður sagði við þetta tækifæri að Háskólafélagið fagni því að fyrirtækið hafi fast aðsetur í Fjölheimum. Fjölheimar er þekkingarsamfélag og Ökuland er kærkomin viðbót í þann góða hóp. Hann bætti við að Fjölheimar bjóða nú upp á það nýmæli  að leigja skrifstofuaðstöðu staka daga, t.d. einu sinni í viku, í vel útbúnu fjölnotarými. Alkunna er að fjöldi héraðsbúa keyrir daglega yfir Hellisheiðina til vinnu og þannig er vilji í Fjölheimum að leggja lóð á vogarskálar til að draga úr kolefnisspori Sunnlendinga. 

Ökuland verður með námskeið í vetur og næsta meiraprófsnámskeið verður nú í október. 

 

10.09.2019

Haustönn ökuskólans hófst í vikunni með endurmenntunarnámskeiðum á Selfossi og akstursnámskeiði í Þýskalandi. Starfsemin verður fjölbreytt á þessari önn, áfram endurmenntun bæði á Íslandi og Þýskalandi, meirapróf og haldið verður áfram með meirapróf á ensku á Selfossi. Fyrsti hópurinn fór á námskeið í Wörth í Þýskalandi á föstudaginn. Námskeiðið er nýtt valnámskeið og áhersla var lögð á fagmennsku í akstri, umhirðu vörubíla og kynning á nýjum Actros. Samgöngustofa viðurkennir það til endurmenntunar. Nú þegar er uppselt í nokkrar ferðir til Þýskalands í vetur en skráning er í gangi á ferðir í nóvember og desember. 

Rétt er að benda á FB síðu Ökulands en þar er að finna ýmislegt sem tengist akstri og umferð.       

30.08.2019

Um ökuskirteini atvinnubílstjóra.

Að undanförnu hafa orðið miklar breytingar á reglum um ökuskírteini þeirra sem hafa aukin ökuréttindi. Mjög margir eru með meirapróf sem kallað er og hér áður fyrr nægði það eitt og sér, hvort sem ekið var í atvinnuskyni eður ei. Nýlega breyttust reglur þannig að nú geta meiraprófsbílstjórar valið um hvort þeir vilji hafa réttindi til aksturs í atvinnuskyni eða ekki.

Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina og hægt er að endurnýja ökuskírteini að loknum gildistíma þess ef umsækjandi fullnægir skilyrðum til að fá ökuskírteini útgefið aftur. 

Mjög mikilvægt er fyrir bílstjóra að athuga bakhlið ökuskírteinis og vita hvenær gildistími í réttindaflokki hefst og hvenær gildistíma lýkur. Rétt er að benda á að sá sem gleymir að endurnýja ökuskírteini og meira en tvö ár líða frá því að gildistími ökuskírteinisins rann út þarf að fara í gegnum aksturshæfnipróf.

Meiraprófsbílstjóri sem vill hafa réttindi til aksturs vöru- eða hópbifreiðar í atvinnuskyni skal sækja endurmenntunarnámskeið en hafi endurmenntunarnámskeið ekki verið sótt má endurnýja ökuskírteini og þá án réttinda til aksturs í atvinnuskyni.

 

 

Haustönn fer að hefjast og líkt og fyrri ár verður mikið um að vera:

 
Endurmenntunarnámskeið á íslensku.
 
Nýjung, endurmenntunarnámskeið á ensku.
 
Meiraprófsnámskeið á íslensku og ensku líkt og fyrri ár.
 
 

Um réttindi á vinnuvélar:

Dráttarvélar og tæki með drifskaftstengdum eða vökvaknúnum vélum eða tækjum teljast til skráningarskyldra vinnuvéla.

Vakin er athygli á því að samkvæmt nýlegum breytingum á lögum er refsivert að stjórna skráningarskyldri vinnuvél án gildra réttinda. Einnig hefur, samkvæmt lögum, hámark dagsekta farið úr hundrað þúsund krónum í allt að eina milljón fyrir hvern dag.

Vinnueftirlitið annast framfylgni með lögunum og hefur nú þegar hafist handa. Stofnunin mun kæra til lögreglu öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án gildra vinnuvélaréttinda. Mjög mikilvægt hverjum þeim er hyggst stjórna vinnuvél að afla sér réttinda, ekki einungis vegna sekta heldur einnig út frá tryggingasjónarmiði.

Samgöngustofa hefur uppfært upplýsingasíðu sína um endurmenntun atvinnubílstjóra. Þar er einnig krækja þar sem hver og einn bílstjóri getur skráð sig inn og séð hver staða hans er varðandi endurmenntun, hvað er búið og hvað er eftir.  

Hér er krækjan:

https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/

 

Ökuréttindi atvinnubílstjóra án endurmenntunar verða ekki afturkölluð

2.2.2019
 
Samkvæmt tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu munu lögregluembætti ekki afturkalla gild skírteini gefin út fyrir 10. september 2018 með ökuréttindum fyrir bílstjóra til aksturs ökutækja í flokkum C, C1, D1 og D í atvinnuskyni, sem ekki hafa lokið lögbundinni endurmenntun. Meginástæða er sú að ekki er að finna viðhlítandi refsiheimild í umferðarlögum sem leggur bann við akstri bílstjóra með gild ökuskírteini í atvinnuskyni án endurmenntunar. Krafa um endurmenntun lúti aðeins að skilyrðum fyrir útgáfu ökuréttinda.
 
Öllum sem stjórna ökutækjum í þessum flokkum í atvinnuskyni er áfram skylt að sækja sér endurmenntun. Framvegis verða ökuskírteini með atvinnuréttindum eingöngu gefin út til einstaklinga sem lokið hafa lögbundinni endurmenntun. Skírteini fyrir umrædda flokka til aksturs í atvinnuskyni eru gefin út til fimm ára.
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur