LOKAÚTKALL – Náms- og skemmtiferð

Nú eru nokkur sæti laus í náms- og skemmtiferð sem Ökuland og EvoBus bjóða upp á til Þýskalands um mánaðamótin mars-apríl, fyrir eigendur og ökumenn hópferðabíla auk annara áhugasamra.

EvoBus er dótturfyrirtæki Daimler samstæðunnar og framleiðir m.a. Mercedes Benz og Setra hópferðabíla. EvoBus er með stærstu hópferðabíla framleiðendum í Evrópu og leiðandi á heimsvísu. 

Auk akstursþjálfunar verður ekið um í suðurhluta Þýskalands, t.d. í nágrenni við Svartaskóg og Heidelberg. Gist verður í miðbæ borganna Stuttgart og Koblenz. Í Stuttgart verður Mercedes safnið skoðað en þar eru höfuðstöðvar Daimler og Koblenz er þekkt fyrir “Þýska hornið”, þ.e. þar sem árnar Mosel og Rín mætast. 

Samgöngustofa metur námskeiðið til endurmenntunar bílstjóra sem sérhæft valnámskeið.

Nánar HÉR

Sendu okkur skilaboð