Akstursöryggisnámskeið á Íslandi í september 2021

Ökuland mun í september bjóða upp á akstursöryggisnámskeið fyrir réttindaflokka D & D1. Námskeiðið fer fram á aksturþjálfunarsvæði við Álfhellu í Hafnarfirði.

Markmið námskeiðs: 

Námskeiðið miðar að því að aka án þess að stofna sér í hættu. Þátttakendur upplifa akstur við  viðsjárverðar aðstæður og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi. Kynnist eðlisfræðilegum  lögmálum við hópbifreiðaakstur, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi. Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur. 

Framkvæmd námskeiðs: 

Námskeiðið fer fram á lokuðu akstursöryggissvæði. 

Eingöngu verklegar æfingar, þátttakendur skiptast á að aka, fylgjast með og skiptast á skoðunum.

Lengd: 7 klst.
Staðsetning: Ísland
Þátttakendur: 12 manns
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Uwe Beyer
Skráning Sækja dagskrá hér

Önnur námskeið

Vistakstur/Öryggi í akstri í fjarfundi

Athugið að námskeiðið er kennt í tvennu lagi, 13. september kl. 17-21 og 14. september kl. 17-20.

Sjá meira

BE-Kerrupróf

BE-veitir réttindi til að draga eftirvagn sem er allt að 3500 kg. að heildarþyngd,á bíl í B-flokki

Sjá meira

Meirapróf í fjarkennslu

Kennt í fjarfundi og fjarnámi. Einn dagur í staðnámi(skyndihjálp),sjá dagskrá.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð