Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi

Akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi 17.-20. nóvember 2022

Akstur án þess að stofna sér í hættu: Auk bóklegs þáttar upplifir þú akstur við viðsjárverðar aðstæður á
sérhönnuðum bíl með vagni og lærir hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi.
Innihald námskeiðsins:

– Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi.
– Að bremsa og sveigja framhjá hindrun við misjafnt undirlag.
– Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni.
– Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
– Æfingar á sérstökum ökutækjum.
– Bremsuæfingar og sveigja framhjá hindrun á bíl með vagni.
Kröfur um ökuréttindi: Ökuskírteini fyrir flokk C og CE
Staðsetning: Rheinmunster í Þýskalandi
Lengd námskeiðs: 7 klukkustundir
Námskeiðið fæst metið sem sérhæft námskeið í vali samkvæmt námskrá.

Lengd: 7 klst.
Staðsetning: Rheinmunster í Þýskalandi
Þátttakendur: 12 manns
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón verklegt: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón bóklegt: Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Skráning

Önnur námskeið

Lög og reglur í fjarfundi

Athugið að námskeiðið er kennt í tvennu lagi, 12. og 13. september kl. 18-21:30.

Sjá meira

BE-Kerrupróf

Vegna sumarleyfa er síðasti skráningard. í BE 10. júní n.k. Kennsla hefst aftur 15.ágúst 2022.

Sjá meira

Meirapróf í fjarkennslu

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu. Verklegir ökutímar eru skipulagðir í samráði við ökunema.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð