Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi
Akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi 17.-20. nóvember 2022
Akstur án þess að stofna sér í hættu: Auk bóklegs þáttar upplifir þú akstur við viðsjárverðar aðstæður á
sérhönnuðum bíl með vagni og lærir hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi.
Innihald námskeiðsins:
– Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi.
– Að bremsa og sveigja framhjá hindrun við misjafnt undirlag.
– Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni.
– Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
– Æfingar á sérstökum ökutækjum.
– Bremsuæfingar og sveigja framhjá hindrun á bíl með vagni.
Kröfur um ökuréttindi: Ökuskírteini fyrir flokk C og CE
Staðsetning: Rheinmunster í Þýskalandi
Lengd námskeiðs: 7 klukkustundir
Námskeiðið fæst metið sem sérhæft námskeið í vali samkvæmt námskrá.
Lengd: | 7 klst. | |
---|---|---|
Staðsetning: | Rheinmunster í Þýskalandi | |
Þátttakendur: | 12 manns | |
Kennari: |
Guðni Sveinn Theodórsson |
|
Umsjón verklegt: | Guðni Sveinn Theodórsson | |
Umsjón bóklegt: | Dýrfinna Sigurjónsdóttir |