Ökuland sem er bæði í senn ökuskóli og ferðaskrifstofa, var stofnað árið 2005 af Guðna Sveini Theodórssyni, ökukennara og atvinnubílstjóra og Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, öku- og grunnskólakennara. Samanlagt hafa þau áratuga reynslu af akstri og kennslu. Auk þeirra kemur að Ökulandi öflugt teymi fólks með víðtæka starfsreynslu og menntun.
Ökuland sérhæfir sig í auknum ökuréttindum (meiraprófi), endurmenntun atvinnubílstjóra og akstursþjálfun atvinnubílstjóra, hérlendis sem erlendis, og er viðkenndur námskeiðshaldari af Samgöngustofu. Ökuland hefur og um árabil boðið upp á náms- og skemmtiferðir fyrir atvinnubílstjóra til Þýskalands. Ökuland býður upp á ökunám og endurmenntun í fjarnámi, óháð stað og stund. Verkleg ökukennsla fer fram í Reykjavík og á Selfossi.
Skrifstofa Ökulands verður lokuð frá og með 20. desember 2024 kl. 12 til 2.janúar 2025 kl.9. Við verðum…
Lesa meira