Persónuverndarstefna Ökulands ehf.

Ökuland ehf. leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga og leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er. Ökuland safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er. Persónuverndarstefnan byggir á gildandi lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Starfsemi Ökulands

Ökuland er ökuskóli og starfar sem slíkur undir rekstarleyfi sem Samgöngustofa gefur út. Samgöngustofa hefur einnig eftirlit með starfseminni. Ökuland hefur og ferðaskrifstofuleyfi sem Ferðamálastofa gefur út og annast hún einnig eftirlit með þeim hluta starfseminnar.

Starfsemi Ökulands felst meðal annars í:

● Nám til aukinna ökuréttinda, bók- og verklegt
● Endurmenntun atvinnubílstjóra
● Akstursþjálfunarnámskeið á Íslandi
● Akstursþjálfunarnámskeið erlendis

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að tengja við einstakling, t.d. nafn, kennitala, staðsetningargögn, ljósmynd o.s.frv.

Söfnun persónuupplýsinga

Þegar einstaklingur skráir sig í nám/námskeið hjá Ökulandi þá þarf að safna eftirtöldum upplýsingum:

● Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer,netfang
● Upplýsingar um ökunámsferil
● Upplýsingar um ökuréttindi
● Upplýsingar um viðveru í námi/námskeiði
● Upplýsingar um samskipti við Ökuland
● Greiðslukortaupplýsingar
● Tæknilegar upplýsingar um hvernig vefur Ökulands er nýttur– IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.

Ökuland nýtir persónuupplýsingar í þeim tilgangi:

● Að veita þjónustu, s.s. skrá einstakling í nám og/eða námskeið
● Að halda utan um viðveru og námsferla
● Í rekstrarlegum tilgangi, m.a. senda út reikninga og taka við greiðslum í gegnum greiðslugátt kortafyrirtækis.
● Vegna starfsmannahalds
● Í markaðslegum tilgangi

Miðlun persónuupplýsinga

● Persónuupplýsingum er miðlað vegna skráningar í þágu einstaklings. Hér er
m.a. vísað í gagnagrunn Samgöngustofu sem vistar upplýsingar um endurmenntun atvinnubílstjóra.
● Persónuupplýsingar kunna að vera aðgengilegar aðilum sem sinna bókhaldsþjónustu, tækniþjónustu eða kennslu fyrir Ökuland.
● Ökuland miðlar annars ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila nema þess sé krafist samkvæmt lögum eða vegna dómsúrskurðar.

Vinnsla og varðveisla persónuupplýsinga

Ökuland vinnur með persónuupplýsingar á meðan námi/námskeiði stendur og lengur ef þörf krefur. Persónuupplýsingar eru vistaðar rafrænt með öruggum hætti á læstum svæðum. Gögnum er eytt sjö árum eftir að einstaklingur skráði sig í nám/námskeið.

Réttur einstaklinga

Samkvæmt persónuverndarlögum á einstaklingur rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að þeim persónuupplýsingum sem eru varðveittar. Hann getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á að persónuupplýsingar verði leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.

Breytingar/uppfærsla á persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefna Ökulands kann að vera uppfærð. Við slíka uppfærslu mun ný persónuverndarstefna birtast á vefsíðu félagsins. Breytingar á persónuverndarstefnunni skulu taka gildi strax við birtingu hennar á vefsíðunni.

1. útgáfa ágúst 2023

Sendu okkur skilaboð