Lokað 1. september 2023

Skrifstofa Ökulands er lokuð föstudaginn 1. september 2023. Góða helgi! Ökuland´s office is closed on September 1st 2023. Have a nice weekend!  

Lesa frétt
ökuland logo

Bættar gangbrautir á Selfossi

Á undanförnum misserum hefur Vegagerðin endurbætt gangbrautir og umhverfi þeirra, m.a. á Selfossi. Ágúst Sigurjónsson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, Steinar, Arnar og samstarfsmenn þeirra standa vaktina við að bæta umferðaröryggi við gangbrautir svo um munar.

Lesa frétt
ökuland

Akstursþjálfun hjá Daimler í Þýskalandi – Febrúar 2022

Ökuland og EvoBus bjóða upp á akstursþjálfun á sérhönnuðu æfingasvæði í Þýskalandi í febrúar n.k. fyrir ökumenn hópferðabíla og aðra áhugasama.  EvoBus er dótturfyrirtæki Daimler samstæðunnar og framleiða m.a. Mercedes Benz og Setra hópferðabíla. EvoBus er með stærstu hópferðabíla framleiðendum í Evrópu og leiðandi á heimsvísu.  Auk akstursþjálfunar verður ekið um í suðurhluta Þýskalands, t.d. í nágrenni við Svartaskóg og Heidelberg. Gist verður í miðbæ borganna Stuttgart og Koblenz. Í Stuttgart verður Mercedes safnið skoðað en þar eru höfuðstöðvar Daimler og Koblenz er þekkt fyrir “Þýska hornið”, þ.e. þar sem árnar Mosel og Rín mætast.  Samgöngustofa metur námskeiðið til endurmenntunar…

Lesa frétt
Ökuland

Framundan á nýju ári

Ökuland hefur vorönn 2022 af krafti. Fyrsta endurmenntunarnámskeið ársins er á dagskrá 12. janúar, nánar HÉR. Fyrsta meiraprófnámskeið þessa árs hefst 17. janúar n.k., meira HÉR. Síðan er verður boðið upp á akstursöryggisnámskeið í  Þýskalandi í lok febrúar. Meira HÉR

Lesa frétt
ökuland

Gleðilega hátíð

Við óskum nemendum okkar og landsmönnum öllum, gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.      Þökkum samskiptin á árinu.

Lesa frétt

Verkleg þjálfun á meiraprófsnámskeiði

Í dag bauð Ökuland þátttakendum á meiraprófsnámskeiði upp á verklega þjálfun í tengslum við vörubíla. Kennslubílinn var skoðaður hátt og lágt undir leiðsögn Sigurðar Þórs Ástráðssonar bifvélavirkja og leiðbeinenda á námskeiðinu. Einnig var bíllinn  keðjaður og öryggisbúnaður bílsins skoðaður í bak og fyrir.

Lesa frétt

Náms- og skemmtiferð til Þýskalands

Í síðustu viku fóru meiraprófsbílstjórar í náms- og skemmtiferð til Þýskalands á vegum Ökulands. Megin tilgangur ferðarinnar var þátttaka í akstursöryggisnámskeiði hjá Mercedes Benz í Rheinmünster. Í ferðinni var og ekið um í nágrenni Svartaskógar, tvö bílasöfn skoðuð svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur komu víða að og voru m.a. frá Borgarverki, Gröfuþjónustu Steins Þórarinssonar, Auðberti og Vigfúsi Páli, I.G. Bílum, HM-bílum, bílaumboðsins Öskju auk einstaklinga sem starfa við atvinnubíla. Á námskeiðinu var farið í gegnum nýjungar í aksturs- og öryggisbúnaði Benz vörubíla en einnig fór mikill hluti námskeiðsins í verklegar akstursæfingar. Námskeiðið er metið til endurmenntunar atvinnubílstjóra. Með því að…

Lesa frétt

Endurnýjun og gildistími ökuskírteinis

Að gefnu tilefni langar mig að vekja athygli ökumanna á að athuga gildistíma ökuskírteina sinna. Mikilvægt er fyrir þá sem hafa bílpróf að fylgjast með gildistíma ökuskírteinisins vegna þess að sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis þegar meira en tvö ár eru liðin frá því að gildistími fullnaðarskírteinis rann út skal þreyta próf í aksturshæfni. Sérstök ástæða er til að benda þeim sem hafa aukin ökuréttindi að endurnýja ökuréttindi sín á réttum tíma. Hægt er að endurnýja meiraprófið með tvennum hætti, þ.e. með og án réttinda til aksturs í atvinnuskyni. Bílstjórar sem nota ekki meiraprófið í atvinnuskyni geta skilað inn…

Lesa frétt

Um endurmenntun bílstjóra

Árið 2015 var námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra staðfest af ráðherra. Í námskránni kemur fram að bílstjórar í vöru- og farþegaflutningum í atvinnuskyni skuli endurmennta sig á fimm ára tímabili. Almennt er ánægja með uppfræðslu og upprifjun meðal atvinnubílstjóra og á námskeiðunum gefst þeim líka kostur á að skiptast á skoðunum og miðla af sinni reynslu. Námskeiðshaldarar vinna eftir téðri námskrá og hafa námskeiðin verið að mestu leyti verið bókleg og núna síðustu misserin að mestu keyrð í fjarfundi. Ökuland var fyrsti ökuskólinn sem fékk starfsleyfi til þess að halda námskeið og hefur frá upphafi boðið upp á bók- og verkleg…

Lesa frétt
ökuland

Akstursöryggisnámskeið á vegum Ökulands

Með leyfi Sigurðar Boga Sævarssonar blaðamanns birtist hér frétt úr Morgunblaðinu.

Lesa frétt

Akstursörygginámskeið á Íslandi

Akstursöryggisnámskeið verður haldið í september við Álfhellu í Hafnarfirði Ökuland býður upp á námskeiðið í samstarfi við Uwe Beyer akstursþjálfara. Uwe að góðu kunnur þeim fjölmörgu atvinnubílstjórum sem farið hafa í gegnum akstursþjálfun í Þýskalandi á vegum Ökulands. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá. Nánari upplýsingar veitir Guðni Sveinn Theodórsson í síma 899-1779 eða gudni@okuland.is Skráning HÉR.

Lesa frétt

Verkleg ökukennsla er heimil á ný

Verkleg ökukennsla er nú heimil á ný. Grímuskylda er í verklegri ökukennslu og aldrei er minnst of oft á vandlegan handþvott og sprittun. Bókleg kennsla fer öll fram í fjarfundi, bæði á meiraprófs- eða endurmenntunarnámskeiðum.  

Lesa frétt

Verkleg ökukennsla óheimil til 14. apríl n.k.

Samkvæmt sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er verkleg ökukennsla óheimil næstu þrjár vikur, eða til og með 14. apríl n.k.  Að öðru leyti er starfsemi Ökulands óbreytt enda fara öll bókleg námskeið fram í fjarfundi um þessar mundir. Við óskum ykkur gleðilegra páska með von um bjartari tíma með hækkandi sól.        

Lesa frétt

Þungaflutningar á hálendinu

Það er mjög gaman að fá sendar myndir frá fólki sem er úti að aka-bókstaflega. Guðmundur Birgir Smárason bílstjóri hjá Ístak var á ferðinni við Hrauneyjar á dögunum með farm í þyngri kantinum. Snjólétt er þarna um slóðir miðað við árstíma og rennifæri. Guðmundur Birgir er oft í breiddarflutningum, flytur t.d. jarðýtur, og þar reynir mjög á bílstjóra vörubíls og ekki síður tillitssemi annarra ökumanna.

Lesa frétt

Flugmenn í meirapróf

Þannig varð úr að 33 flugmenn og flugstjórar hjá Icelandair hófu meiraprófsnám í ágúst og september. Flestir luku verklegum ökuprófum í september og október en þeir allra síðustu fyrir nokkrum dögum.Námskeiðin fóru fram húsakynnum FÍA og voru þau í staðnámi á dagvinnutíma sem var tími sem hentaði fólki vel við þáverandi aðstæður. Björn Ásbjörnsson var tengiliður flugmanna við Ökuland. Hann lauk flugnámi árið 1999 og hefur verið flugmaður hjá Icelandair frá árinu 2004 og síðan seinna flugstjóri.Hann var ánægður með ökunámið og sér fram á að það muni nýtast honum í framtíðinni. Bjarki Viðarsson er einn af flugmönnum Icelandair sem…

Lesa frétt

Nýbakaðir atvinnubílstjórar

Aron Bikir Óttarsson frá Höfn í Hornafirði og Andri Þór Kristjánsson frá Ísafirði komu nýverið á Selfoss í nokkra daga og luku verklegum ökutímum og verklegum ökuprófum. Þeir hafa undanfarið tekið bóklegan hluta meiraprófsins í fjarfundi hjá Ökulandi ásamt mörgum öðrum víða um land. Það eru mikil tímamót í sögu meiraprófs hér á landi að geta stundað bóklega hlutann í fjarfundi og er vonandi vísir að frekari framþróun ökunáms. Ökuland óskar Aroni og Andra til hamingju með ökuréttindin sem og öllum nemendum sínum sem eru að ljúka ökuprófum um þessar mundir og óskar þeim velfarnaðar á vegum landsins.  

Lesa frétt

Sendu okkur skilaboð