Um endurmenntun atvinnubílstjóra…

  • Ökuland býður upp á netnámskeið sem hægt er að taka hvar og hvenær sem er. 
  • Að námskeiði loknu sér Ökuland um að skrá það í Ask, gagnagrunn Samgöngustofu & sýslumanna 
  • Rétt er að vekja athygli atvinnubílstjóra á mikilvægi þess að ljúka endurmenntun áður en gildistími ökuskírteinis rennur út.
  • Dreifa má námskeiðunum eftir hentugleika á fimm ára gildistímabil ökuréttindanna. 
  • Hver sá bílstjóri sem stundar vöru- eða farþegaflutninga í atvinnuskyni á stórri bifreið, skal sækja endurmenntun á fimm ára fresti og er það skilyrði til þess að fá atvinnuréttindi endurnýjuð. Flokkar C1/C & D1/D.
  • Tákntalan 95 á bakhlið ökuskírteinis gefur til kynna að ökumaður hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni.
  • Endurmenntun samanstendur af fimm námskeiðum, þremur sem eru skylda/kjarnanámskeið og síðan er hægt að velja eitt eða tvö sem valkjarnanámskeið og síðan eru það valnámskeið. Nánar hér að neðan.
  • Engin próf eru í lok námskeiðs. 
  • Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.
  • Athugið að þegar ökuskírteini er endurnýjað þarf að skila inn læknisvottorði.
  • Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði á íslensku er góð íslenskukunnátta. 

 

 

Uppsetning endurmenntunar skv. reglum Samgöngustofu:

A. Kjarnanámskeið(skylda) eru:

Lög og reglur, Umferðaröryggi/Bíltækni og Vistakstur/Öryggi í akstri

B. Valkjarnanámskeið(annað hvort eða bæði eru valin):

Vöruflutningar (fyrir C1/C)  og Farþegaflutningar (fyrir D1/D)

C. Valnámskeið:

Fagmennska og mannlegi þátturinn. Þetta námskeið getur verið í vali sem fimmta námskeiðið.

Þú getur skoðað stöðu þína í endurmenntun hér í gagnagrunninum ASKI

Nánar um endurmenntun atvinnubílstjóra á vef Samgöngustofu.

 

Skráning

Endurmenntun atvinnubílstjóra / NETNÁMSKEIÐ

Dagsetning: 19. 04. 2024
Námskeiðið er í netnámi, óháð tíma. Þó verður að ljúka því innan 48 klst. eftir innritun.

Meira Skráning
Fleiri námskeið

Sendu okkur skilaboð