Akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi í nóvember 2021 – FULLBÓKAÐ

SKRÁ MIG Á BIÐLISTA HÉR – ÖKULAND HEFUR SAMBAND ÞEGAR FERÐADAGAR LIGGJA FYRIR

 

Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi
Ökuland, í samstarfi við Mercedes-Benz í Þýskalandi, býður upp á akstursöryggisnámskeið í Rheinmunster Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama. C & CE ökuréttindi er skilyrði fyrir þátttöku í akstursþjálfun en að öðru leyti er ferðin opin öllum. Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn Theodórsson.

Ferðaáætlun

18.11.2021 – Fimmtudagur
• Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent í Frankfurt um hádegisbil.
• Ekið til Karlsruhe, akstur í 2 klst.
• Gist í Karlsruhe næstu þrjár nætur í einsmannsherbergi.

19.11.2021 – Föstudagur
• Ekið til Stuttgart, þar sem Mercedes Benz safnið verður skoðað.
• Unimog safnið í bænum Gaggenau skoðað.

20.11.2021 – Laugardagur
Akstursöryggisnámskeið – sjá nánari dagskrá á næstu síðu.
• Akstursþjálfun á æfingasvæði ( túlkað á íslensku ).

21.11. 2021 – Sunnudagur
• Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent seinnipartinn.

Verð á mann er 199.000.- kr.

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir
milli staða, aðgangur að söfnum, leiðsögn og gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með
morgunmat.
Varðandi styrki vegna ferða/námskeiðskostnaðar er einstklingum bent á að leita til síns stéttarfélags og fyrirtækjum til viðkomandi starfsmenntasjóðs.

 

Nánar um akstursöryggisnámskeiðið

Akstur án þess að stofna sér í hættu. Þátttakendur aka sjálfir við viðsjárverðar aðstæður á
sérhönnuðum bíl með vagni og lærir hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi.
Meðal efnisþátta:

  • Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi.
  • Að bremsa og sveigja framhjá hindrun við misjafnt undirlag.
  • Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni.
  • Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
  • Bremsuæfingar og sveigja framhjá hindrun á bíl með vagni.

Kröfur um ökuréttindi: Ökuskírteini fyrir flokk C og CE
Lengd námskeiðs: 7 klukkustundir

Námskeiðið fæst metið sem endurmenntunarnámskeið í vali samkvæmt námskrá.

Skráning í ferð

Skráning

Á flugvellinum í Frankfurt. Glaðbeittur hópur atvinnubílstjóra á heimleið, reynslunni ríkari.

Benzinn tekinn til kostanna.

Uwe Beyer leggur línurnar.

Bæjarröltið.

Atvinnubílstjórar í góðum gír.

Sáttir með daginn.

Sendu okkur skilaboð