Akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi/Flokkar C & CE

 

Ökuland og Daimler Truck í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.  

Ferðaáætlun – Sýnishorn

Fimmtudagur:  

  • Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent í Frankfurt um hádegisbil.
  • Ekið til Karlsruhe. 
  • Gist í Karlsruhe næstu þrjár nætur í einsmannsherbergi. 

Föstudagur: 

  • Ekið til Stuttgart, þar sem Mercedes Benz safnið verður skoðað. 

Laugardagur: 

  •  Akstursöryggisnámskeið –  sjá dagskrá námskeiðs HÉR
  • Akstursþjálfun á æfingasvæði.
  • Námskeiðið er túlkað á íslensku.

 Sunnudagur: 

  • Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent þar seinnipartinn.

 

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir  milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í einsmanns herbergi í þrjár nætur með morgunverði.

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar, netfang gudni@okuland.is.

Hægt er að greiða hluta ferðakostnaðar með vildarpunktum Icelandair.

Miðað er við 12 þátttakendur að lágmarki.

Ökuland áskilur sér rétt til að fella niður námskeið náist ekki næg þátttaka.

Bent er á stéttarfélög varðandi möguleika á ferða- og námsstyrk vegna akstursöryggisnámskeiðs.

Ferðaskilmála Ökulands má lesa R

 

 

 

Skráning í ferð

Skráning

Á flugvellinum í Frankfurt. Glaðbeittur hópur atvinnubílstjóra á heimleið, reynslunni ríkari.

Benzinn tekinn til kostanna.

Uwe Beyer leggur línurnar.

Bæjarröltið.

Atvinnubílstjórar í góðum gír.

Sáttir með daginn.

Sendu okkur skilaboð