Akstursþjálfun í Þýskalandi 

 

Ökuland og Daimler Truck í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.  Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiði er að hafa gild ökuréttindi í flokki C & CE.

Auk akstursþjálfunar verður farið dagsferð í nágrenni við Svartaskóg í suðurhluta Þýskalands þar sem Mercedes safnið í Stuttgart verður skoðað. 

 

17.11.2022 – Fimmtudagur  

  • Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent í Frankfurt um hádegisbil.
  • Ekið til Karlsruhe, akstur í 2 klst. 
  • Gist í Karlsruhe næstu þrjár nætur í einsmannsherbergi. 

18.11.2022 – Föstudagur: 

  • Ekið til Stuttgart, þar sem Mercedes Benz safnið verður skoðað.

19.11.2022 – Laugardagur: 

  •  Akstursöryggisnámskeið –  sjá nánari dagskrá HÉR.
  • Akstursþjálfun á æfingasvæði ( túlkað á íslensku ).

20.11. 2022 – Sunnudagur: 

  • Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent seinnipartinn.

 

Verð á mann er kr. 259.000,-

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í einsmanns herbergi í þrjár nætur með morgunverði.

Kostnað af ferðinni er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga, verkalýðsfélaga og fræðslusjóði atvinnurekanda (Áttin).

 

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn sem veitir nánari upplýsingar í netfangi gudni@okuland.is / sími 899 1779 .

 

Skráning í ferð

Skráning

Á flugvellinum í Frankfurt. Glaðbeittur hópur atvinnubílstjóra á heimleið, reynslunni ríkari.

Benzinn tekinn til kostanna.

Uwe Beyer leggur línurnar.

Bæjarröltið.

Atvinnubílstjórar í góðum gír.

Sáttir með daginn.

Sendu okkur skilaboð