Hér má sjá sýnishorn af dagskrá aksturþjálfunarferða til Þýskalands. Áhugasamir geta skráð sig með því að smella á “Skráning”. Ökuland hefur samband þegar dagsetningar ferða liggja fyrir.

Akstursþjálfun hjá Daimler í Þýskalandi/Flokkur C 

Ökuland og Daimler Truck í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.  

Auk akstursþjálfunar verður farið dagsferð í nágrenni við Svartaskóg í suðurhluta Þýskalands þar sem Mercedes safnið í Stuttgart verður skoðað. 

Fimmtudagur  

  • Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent í Frankfurt um hádegisbil.
  • Ekið til Karlsruhe. 
  • Gist í Karlsruhe næstu þrjár nætur í einsmannsherbergi.

Föstudagur

  • Ekið til Stuttgart, þar sem Mercedes Benz safnið verður skoðað. 

Laugardagur

       Akstursöryggisnámskeið 

  • Akstursþjálfun á æfingasvæði ( túlkað á íslensku ). 

Sunnudagur

  • Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent seinnipartinn.

 

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunverði.

Kostnað af ferðinni er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga, verkalýðsfélaga og fræðslusjóði atvinnurekanda ( attin.is ).

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar í netfangi gudni@okuland.is / sími 899 1779 – skráning er hér

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 12 

 

————————

 

 

Akstursþjálfun hjá Daimler í Þýskalandi /Flokkur D 

 

Ökuland og EvoBus bjóða upp á akstursöryggisnámskeið á sérhönnuðu æfingasvæði í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur hópferðabíla sem og aðra áhugasama.  

EvoBus er dótturfyrirtæki Daimler samstæðunnar og framleiða m.a. Mercedes Benz og Setra hópferðabíla. EvoBus er með stærstu hópferðabíla framleiðendum í Evrópu og leiðandi á heimsvísu.

Auk akstursþjálfunar verður ekið um suðurhluta Þýskalands, t.d. í  nágrenni við Svartaskóg og Heidelberg. Gist verður í miðbæ borganna Koblenz, Mannheim og Karlsruhe. Í Stuttgart verður Mercedes safnið skoðað en þar eru höfuðstöðvar Daimler og Koblenz er þekkt fyrir „Þýska hornið“, þ.e. þar sem árnar Mosel og Rín mætast.

Samgöngustofa viðurkennir námskeiðið til endurmenntunar bílstjóra sem sérhæft valnámskeið.

Fimmtudagur

  • Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent þar um hádegisbil.
  • Ekið til Koblenz 
  • Gist í Koblenz í einsmannsherbergi. 

Föstudagur

  • Akstursöryggisnámskeið – sjá dagskrá HÉR
  • Ekið til borgarinnar Mannheim að námskeiði loknu.
  • Gist í Mannheim í einsmannsherbergi.

Laugardagur 

  • Ekið til borgarinnar Stuttgart.
  • Mercedes safnið skoðað.
  • Ekið til Karlsruhe.
  • Gist í Karlsruhe í einsmannsherbergi.

Sunnudagur 

  • Ekið til Frankfurt.
  • Þaðan verður flogið heim um hádegisbil og lent þar seinnipartinn. 
Lágmarksfjöldi þátttakenda:12

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunmat. 

Kostnað af ferðinni er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga, verkalýðsfélaga og fræðslusjóði atvinnurekanda ( attin.is ).

Einnig er hægt að nota vildarpunkta Icelandair upp í greiðslu á fargjaldi. 

 

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar í netfangi gudni@okuland.is / sími 899 1779 – skráning  HÉR 

 

 

Skráning í ferð

Skráning

Á flugvellinum í Frankfurt. Glaðbeittur hópur atvinnubílstjóra á heimleið, reynslunni ríkari.

Benzinn tekinn til kostanna.

Uwe Beyer leggur línurnar.

Bæjarröltið.

Atvinnubílstjórar í góðum gír.

Sáttir með daginn.

Sendu okkur skilaboð