Ökuland stendur fyrir hópferð á IAA atvinnubílasýninguna í Hannover í september 2024. Auk sýningar verður námskeið í boði, bílasala heimsótt, ekið um norðurhluta Þýskalands ásamt fleiru.
18. september 2024 – Miðvikudagur
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald, akstur milli staða skv. ferðaáætlun, leiðsögn og gisting í einsmanns herbergi í fjórar nætur með morgunverði.
Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar, netfang gudni@okuland.is./ sími 899 1779.
Bent er á stéttarfélög varðandi möguleika á ferða- og námsstyrk vegna akstursöryggisnámskeiðs.
Ferðaskilmála Ökulands má lesa HÉR.
Ökuland og Daimler Truck í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.
Auk akstursþjálfunar verður farið dagsferð í nágrenni við Svartaskóg í suðurhluta Þýskalands þar sem Mercedes safnið í Stuttgart verður skoðað.
14.nóvember 2024 – Fimmtudagur
15.nóvember 2024 – Föstudagur
16.nóvember 2024 – Laugardagur
17.nóvember 2024 – Sunnudagur
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að söfnum, leiðsögn og gisting í einsmanns herbergi í þrjár nætur með morgunverði.
Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar. Netfang: gudni@okuland.is./ sími 899 1779
Miðað er við 24 þátttakendur að lágmarki.
Ökuland áskilur sér rétt til að fella niður ferð náist ekki næg þátttaka.
Lokagreiðsla greiðist í byrjun október 2024 (6 vikum fyrir brottför).
Mögulegt er að greiða hluta ferðakostnaðar með vildarpunktum Icelandair.
Bent er á stéttarfélög varðandi möguleika á ferða- og námsstyrk vegna akstursöryggisnámskeiðs.
Ferðaskilmála Ökulands má lesa HÉR.