BE-Kerrupróf

Fyrsta skrefið, auk þess að skrá sig hjá Ökulandi,  er að sækja ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Ökuland er staðsett á Selfossi og fara verklegir ökutímar til BE-réttinda fram þar sem og verklega ökuprófið.  Umsóknareyðublaðinu sem skila þarf inn til sýslumanns má sækja HÉR. Almennt þarf ekki að leggja fram læknisvottorð þegar sótt er um BE-réttindi en á því eru þó undantekningar og ef umsækjandi notar gleraugu/linsur þarf að skila inn sjónvottorði frá lækni.

Próftökugjald greiðist til Frumherja þegar farið er í verklegt ökupróf.

Ekki þarf að taka bóklegt ökupróf til BE-réttinda.

Athugið að gjald fyrir nýtt ökuskírteini sem og próftökugjald er ekki innifalið í verði.

  • BE-próf veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3500 kg. að heildarþyngd. Dæmi: fellihýsi, hjólhýsi og hestakerrur sem falla undir þessi mörk/þyngd. Bent er á að það kemur fram í skráningarskírteini eða skoðunarvottorði bifreiðar hve þungan vagn hún má draga. Skráningarskírteini má skoða á á vef Samgöngustofu/Mitt svæði.
Námskeiðsgjald er innheimt með kröfu í heimabanka.  Reikningur er sendur í tölvupósti. Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

Lengd: 4 verklegir ökutímar
Verð: 72.000 kr.
Staðsetning: Selfoss
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón bóklegt: Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Skráning

Önnur námskeið

Aksturshæfni

Þú þarft einnig sækja um endurn. ökuskírteinis hjá sýslumanni og skila inn læknisvottorði með umsókn

Sjá meira

Meirapróf í fjarnámi

Bóklegi hluti meiraprófs í fjarnámi. Þú stýrir því hvenær þér hentar best að læra.

Sjá meira

Endurmenntun atvinnubílstjóra / NETNÁMSKEIÐ

Námskeiðið er í netnámi, óháð tíma. Þó verður að ljúka því innan 48 klst. eftir innritun.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð