BE-Kerrupróf

Fyrsta skrefið, auk þess að skrá sig hjá Ökulandi,  er að sækja ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Ökuland er staðsett á Selfossi og fara verklegir ökutímar til BE-réttinda fram þar sem og verklega ökuprófið.  Umsóknareyðublaðinu sem skila þarf inn til sýslumanns má sækja HÉR. Almennt þarf ekki að leggja fram læknisvottorð þegar sótt er um BE-réttindi en á því eru þó undantekningar og ef umsækjandi notar gleraugu/linsur þarf að skila inn sjónvottorði frá lækni.

Próftökugjald greiðist til Frumherja þegar farið er í verklegt ökupróf.

Ekki þarf að taka bóklegt ökupróf til BE-réttinda.

Athugið að gjald fyrir nýtt ökuskírteini sem og próftökugjald er ekki innifalið í verði.

  • BE-próf veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3500 kg. að heildarþyngd. Dæmi: fellihýsi, hjólhýsi og hestakerrur sem falla undir þessi mörk/þyngd. Bent er á að það kemur fram í skráningarskírteini eða skoðunarvottorði bifreiðar hve þungan vagn hún má draga. Skráningarskírteini má skoða á á vef Samgöngustofu/Mitt svæði.
Námskeiðsgjald er innheimt með kröfu í heimabanka.  Reikningur er sendur í tölvupósti. Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

Lengd: 4 verklegir ökutímar
Verð: 72.000 kr.
Staðsetning: Selfoss
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón bóklegt: Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Skráning

Önnur námskeið

Professional Driving License(in English) – ONLINE COURSE

The theoretical part is online. You decide when it best suits you to study.

Sjá meira

Aksturshæfni

Þú þarft einnig sækja um endurn. ökuskírteinis hjá sýslumanni og skila inn læknisvottorði með umsókn

Sjá meira

CPC (Code 95) ONLINE Courses

The courses can be taken at any time. It must be completed within 48 hours.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð