Aksturshæfni

Um aksturshæfni- og endurtökupróf

Ef ökuréttindi voru ekki endurnýjuð á réttum tíma:

  • Ef meira en tvö ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi verður að taka próf í aksturshæfni áður en réttindin fást endurnýjuð. Próf í aksturshæfni felur í sér aksturshlutann af verklegu ökuprófi, s.s. munnlega prófið er undanskilið. Ekki þarf að taka bóklegt ökupróf. E-flokkar eru undanskildir.

Ef ökumaður var sviptur ökuréttindum:

  • Ef ökumaður hefur verið sviptur ökuréttindum þarf hann að standast bóklegt ökupróf. Síðan þarf að taka verklegt ökupróf  öllum þeim flokkum sem á að endurnýja. E-flokkar er þó undanskildir.

 

Verð  kr. 44.000,- fyrir hvern flokk – Flokkar C & D*

Verð  kr. 36.000,- fyrir hvern flokk – Flokkar C1, D1 & Bfar*

*Verð felur í sér undirbúningstíma fyrir ökupróf og notkun á kennslubíl í ökuprófi. Próftökugjöld greiðast til Frumherja. Umsókn um ökuskírteini greiðist til sýslumanns og læknisvottorð til viðkomandi heilbrigðisstofnunar.

 

 

Lengd:
Staðsetning: Selfoss
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Skráning

Önnur námskeið

Vöruflutningar / Netnámskeið

Námskeiðið er í netnámi, óháð tíma. Þó verður að ljúka því innan 48 klst. eftir að það er opnað.

Sjá meira

Lög og reglur/Netnámskeið

Námskeiðið er í netnámi, óháð tíma. Þó verður að ljúka því innan 48 klst. eftir að það er opnað.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð