Ökuland ehf. – Almennir viðskiptaskilmálar

Greiðsluskilmálar

Námsskeiðsgjald skal að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Greiðsla verður skuldfærð af korti áður en námskeið hefst nema annað sé tekið fram.

Greiðslumöguleikar

Mögulegt er að greiða fyrir námskeið með helstu kredit- og debetkortum og fer greiðslan í gegnum örugga greiðslugátt. Hægt er að velja um eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Kreditkort – Visa, Mastercard
  • Debetkort – Visa, Mastercard
  • Reikningsviðskipti – Eingöngu í boði fyrir fyrirtæki/stofnanir. 

Aðgangur að kennslukerfi virkjast um leið og greiðsla hefur farið fram. Móttaka umsóknar er staðfest með tölvupósti. Ef þér berst ekki staðfesting á þennan hátt skaltu hafa samband við Ökuland í síma 583-4040 á opnunartíma skrifstofu eða með því að senda tölvupóst á okuland@okuland.is  og athuga málið.

Endurgreiðsla

Hægt er að fá námskeið endurgreitt í sérstökum tilfellum, t.d.:

  • Ef skráður þátttakandi hættir við nám/námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið okuland@okuland.is enda hafi greiðsla farið fram.
  • Hafi nemandi greitt fyrir bók- og verklegan hluta meiraprófsnámskeiðs og lokið bóklegum hluta er ekki um endurgreiðslu að ræða. Segi nemandi sig úr meiraprófsnámi þegar hann hefur tekið verklega tíma að hluta eða öllu leyti er aðeins um endurgreiðslu að ræða á þeim hluta sem eftir stendur. Ökuland áskilur sér þó að halda eftir 5% umsýslugjaldi af þeirri upphæð sem eftir stendur.

Styrkir til náms/námskeiða hjá Ökulandi

Stéttarfélög

Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða nám og námskeið hjá Ökulandi. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90%, en hafa ber í huga að hlutfall er misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum. Athygli er vakin á að þegar sótt er um niðurgreiðslu hjá stéttarfélagi/fræðslusjóði þarf reikningur og kvittun fyrir greiðslu úr heimabanka greiðanda að fylgja umsókn. Fyrir aðstoð skal senda póst á okuland@okuland.is.

Atvinnuleitendur

Hægt er að sækja um styrk hjá Vinnumálastofnun til niðurgreiðslu á námskeiðsgjaldi. Nánari upplýsingar fyrir atvinnuleitendur er að finna á hjá Vinnumálastofnun

Námslán

Bent er á að bankar bjóða upp á lán til að brúa bilið. Hver og einn ber ábyrgð á því að kanna hvaða kjör eru í boði viðskiptabanka viðkomandi.

 

Apríl 2024

Sendu okkur skilaboð