Akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi

Akstursþjálfun í Þýskalandi/Flokkar C – CE

 

Ökuland og Daimler Trucks í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.  

Auk akstursþjálfunar verður farið dagsferð í nágrenni við Svartaskóg í suðurhluta Þýskalands þar sem Mercedes safnið í Stuttgart verður skoðað.

5.mars 2026 – Fimmtudagur:  

  • Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent í Frankfurt um hádegisbil.
  • Ekið til Karlsruhe. 
  • Gist í Karlsruhe næstu þrjár nætur.

The Q – Quadro City Hotel

Rüppurrer Str. 2, 76131 Karlsruhe

 

6.mars 2026 – Föstudagur:

  • Ekið til Stuttgart, þar sem Mercedes Benz-safnið verður skoðað.

 

7.mars 2026 – Laugardagur:

  • Akstursöryggisnámskeið  (túlkað á íslensku). Sjá nánari dagskrá á næstu síðu. 

 

8 . mars 2026 – Sunnudagur: 

  • Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent þar seinnipartinn.

 

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í þrjár nætur í tvíbýli með morgunverði. 

Verð á mann í tvíbýli 249.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 19.000 kr.

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 12

 

Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar, netfang gudni@okuland.is, sími 583-4040

 

Ferðaskilmálar Ökulands

 

 

 

Akstursöryggisnámskeið

 

Námskeiðslýsing:

Markmið: Að aka án þess að stofna sér í hættu og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi. 

Meðal annars er notaður dráttarbíll með sérhönnuðum vagni.  

 

Inntak námskeiðs: 

  • Eðlisfræðileg lögmál, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi. 
  • Að bremsa og sveigja fram hjá hindrun á misjöfnu undirlagi.
  • Akstur með háan þyngdarpunkt á vagni. 
  • Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur. 
  • Æfingar á sérstökum ökutækjum. 
  • Bremsuæfingar og sveigja fram hjá hindrun á bíl með vagni. 

 

Kröfur um ökuréttindi:  Flokkar C og CE 

 

Staðsetning: Fahrsicherheitszentrum Baden Airpark

                     Victoria Boulevard E 100

                     77836 Rheinmünster 

                     Þýskalandi

 

Lengd: 7 klst.
Staðsetning: Þýskaland
Þátttakendur: 12 manns
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Skráning

Önnur námskeið

Professional Driving License(in English) – ONLINE COURSES

The theoretical part is online. You decide when it best suits you to study.

Sjá meira

Online Courses for Code 95

Online course for code 95

Sjá meira

Skyndihjálp – Verklegt námskeið

Verklegt skyndihjálparnámskeið, metið til endurmenntunar atvinnubílstjóra.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð