Ökuland sem er bæði í senn ökuskóli og ferðaskrifstofa, var stofnað árið 2005 af Guðna Sveini Theodórssyni, ökukennara og atvinnubílstjóra og Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, öku- og grunnskólakennara. Samanlagt hafa þau áratuga reynslu af akstri og kennslu. Auk þeirra kemur að Ökulandi öflugt teymi fólks með víðtæka starfsreynslu og menntun.
Ökuland sérhæfir sig í auknum ökuréttindum (meiraprófi), endurmenntun atvinnubílstjóra og akstursþjálfun atvinnubílstjóra, hérlendis sem erlendis, og er viðkenndur námskeiðshaldari af Samgöngustofu. Ökuland hefur og um árabil boðið upp á náms- og skemmtiferðir fyrir atvinnubílstjóra til Þýskalands. Ökuland býður upp á nám til aukinna ökuréttinda og endurmenntun atvinnubílstjóra í fjarnámi, óháð stað og stund. Verkleg ökukennsla fer fram í Reykjavík og á Selfossi.
"Eins og áður var tilkynnt tók ný námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra gildi þann 18. febrúar síðastliðinn. Með henni…
Lesa meira"As previously announced, a new curriculum for the continuing education of professional drivers came into effect on February…
Lesa meiraA new curriculum for professional driver retraining has been approved and was published on February 18, 2025. (meira…)
Lesa meira