Ökuland og Daimler Trucks í Þýskalandi bjóða upp á akstursöryggisnámskeið í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama.
Auk akstursþjálfunar verður farið dagsferð í nágrenni við Svartaskóg í suðurhluta Þýskalands þar sem Mercedes safnið í Stuttgart verður skoðað.
Námskeiðið er metið til endurmenntunar atvinnubílstjóra sem verklegt námskeið. Minnt er á starfsmenntasjóði varðandi náms- og ferðastyrk.
The Q – Quadro City Hotel
Rüppurrer Str. 2, 76131 Karlsruhe
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, aðgangur að safni, leiðsögn og gisting í þrjár nætur í tvíbýli með morgunverði.
Fararstjóri og túlkur á námskeiðinu verður Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar, netfang gudni@okuland.is, sími 583-4040
Námskeiðslýsing:
Markmið: Að aka án þess að stofna sér í hættu og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi.
Meðal annars er notaður dráttarbíll með sérhönnuðum vagni.
Inntak námskeiðs:
Kröfur um ökuréttindi: Flokkar C og CE
Staðsetning: Fahrsicherheitszentrum Baden Airpark
Victoria Boulevard E 100
77836 Rheinmünster
Þýskalandi