Meiraprófsnámskeið í fjarkennslu hefst 27. september 2021

Um er að ræða fjarkennslu í rauntíma sem og verkefnavinnu.  Bóklegi hlutinn skiptist í tvo hluta, grunnnám og framhaldsnám. Það fer eftir ökuréttindaflokkum hvaða hluta þú tekur. Sjá nánar um skiptingu HÉR.

Verklegir ökutímar eru skipulagðir í samráði við ökukennara.

Hér má kynna sér námskrá til aukinna ökuréttinda.

 80% mætingarskylda er í bóklega hluta meiraprófsins.

Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þarf:

  • þátttakandi að hafa fartölvu, borðtölvu eða spjaldtölvu til námsins og vera í beinu netsambandi.
  • þátttakandi þarf að vera í mynd allan kennslutímann, vera með hátalara, hljóðnema og ber ábyrgð á að búnaður virki.    

 

Námskeiðsgjald er innheimt með kröfu í heimabanka. Mögulegt er að skipta greiðslu, sjá skráningarform.
Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

Verðskrá Ökulands 2021

Grunnflokkar
Leigubifreið / Bfar Verð: 175.000 Aldursskilyrði: 20 ár
Vörubifreið C1 Verð: 220.000 Aldursskilyrði: 18 ár
Vörubifreið C Verð: 370.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Rúta / Hópbifreið D1 Verð: 252.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Rúta / Hópbifreið D Verð: 405.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Eftirvagn BE Verð: 65.000 Aldursskilyrði: 18 ár
Eftirvagn C1E/D1E Verð: 80.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Eftirvagn CE Verð: 150.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Ýmsar útfærslur
Vörubifreið C viðbót við B/far Verð: 298.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Vörubifreið C1 viðbót við Bfar Verð: 105.000 Aldursskilyrði: 20 ár
Vörubifreið C viðbót við C1 Verð: 229.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Vörubifreið C viðbót við D Verð: 180.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Rúta / Hópbifreið D viðbót við Bfar Verð: 310.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Rúta / Hópbifreið D1 viðbót við Bfar Verð: 220.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Rúta / Hópbifreið D viðbót við D1 Verð: 210.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Rúta/Hópbifreið D viðbót við C Verð: 229.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Rúta/Hópbifreið D1 viðbót við C eða C1 Verð: 98.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Leigubifreið / Bfar viðbót við C eða C1 Verð: 90.000 Aldursskilyrði: 20 ár
Leigubíll B/far + Vörubifreið C Verð: 441.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Hópbifreið D + Vörubifreið C Verð: 578.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Vörubifreið C + Eftirvagn CE Verð: 499.000 Aldursskilyrði: 21 ár
Vörubifreið C1 + Eftirvagn C1E Verð: 280.000 Aldursskilyrði: 18 ár
Allir réttindaflokkar(C,CE,D auk minni flokka) Verð: 695.000 Aldursskilyrði: 23 ár
Aksturshæfni - Bfar Verð: 30.000
Aksturshæfni - C & D Verð: 44.000
Annar kostnaður:
Umsókn um ökuskírteiniLæknisvottorðPróftökugjöld

Skráning

BE-Kerrupróf

Dagsetning: 23. 08. 2021
BE-veitir réttindi til að draga eftirvagn sem er allt að 3500 kg. að heildarþyngd,á bíl í B-flokki

Meira Skráning
Meirapróf í fjarkennslu

Dagsetning: 27. 09. 2021
Kennt í fjarfundi og fjarnámi.

Meira Skráning
Meirapróf í fjarkennslu

Dagsetning: 01. 11. 2021

Meira Skráning
Fleiri námskeið

Tegundir ökuréttinda í boði hjá Ökulandi

Bfar/Leigubíll
Leigubílapróf. Bfar felur í sér réttindi til að aka bifreið í flokki B í atvinnuskyni. Farþegafjöldi: 8 Dæmi: leigubílaakstur, akstur með farþega í jeppum (super jeeps)

Aldursskilyrði: 20ár

C1
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns. Bifreið sem er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. T.d.pallbílar sem eru þyngri en 3500 kg. að heildarþyngd. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni. Hefja má bóklegt nám allt að 6 mán. fyrir 18 ára afmælisdag.

Aldursskilyrði: 18ár

C1E
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg. T.d. hestakerrur og hjólhýsi. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni. Hefja má bóklegt nám allt að 6 mán. fyrir 18 ára afmælisdag.

Aldursskilyrði: 18ár

D1
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið sem er ekki lengri en 8 m og gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns. Tengja má við bifreið eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Aldursskilyrði: 21ár

D1E
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Aldursskilyrði: 21ár

C
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns. Tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Aldursskilyrði: 21ár

CE
Veitir rétt til að stjórna: Bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Aldursskilyrði: 21ár

D
Stóra rútuprófið. Bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns. D réttindi fela í sér Bfar og D1. Tákntalan 95 við réttindaflokk á ökuskírteini segir til um rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Aldursskilyrði: 23ár

BE
Bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. T.d. fólksbíll/jeppi með hjólhýsi.

Aldursskilyrði: 18ár

T
Veitir rétt til að stjórna dráttarvél í almennri umferð með eftirvagn/tengitæki.

Aldursskilyrði: 16ár

Sendu okkur skilaboð