BE-Kerrupróf
Athugið að vegna sumarleyfa er síðasti skráningardagur í BE-réttindi 10. júní n.k. Kennsla hefst á ný 15. ágúst 2022.
Fyrsta skrefið er að sækja ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni sem og að skrá sig (hér til hægri) hjá Ökulandi. Umsóknareyðublaði má hlaða niður hér. Ekki þarf að leggja inn læknisvottorð þegar sótt er um BE-réttindi.
Próftökugjald greiðist til Frumherja þegar farið er í verklegt ökupróf. Ekki þarf að taka bóklegt ökupróf til BE-réttinda.
Athugið að gjald fyrir nýtt ökuskírteini sem og próftökugjald er ekki innifalið í verði.
BE-próf veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3500 kg. að heildarþyngd. Dæmi: fellihýsi, hjólhýsi og hestakerrur sem falla undir þessi mörk/þyngd. Bent er á að það kemur fram í skráningarskírteini eða skoðunarvottorði bifreiðar hve þungan vagn hún má draga. Skráningarskírteini má skoða á á vef Samgöngustofu/Mitt svæði.
Námskeiðsgjald er innheimt með kröfu í heimabanka. Einnig er hægt að greiða með kreditkorti eða kortaláni. Sjá nánar í skráningarformi. Reikningur kemur í “Rafræn skjöl” í heimabanka.
Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.
Lengd: | 4 verklegir ökutímar | |
---|---|---|
Verð: | 67.000 kr. | |
Staðsetning: | Selfoss | |
Kennari: |
Guðni Sveinn Theodórsson |
|
Umsjón bóklegt: | Dýrfinna Sigurjónsdóttir |