Náms- og skemmtiferð til Þýskalands haustið 2025
Akstursþjálfun hjá Daimler Buses í Þýskalandi
Ökuland og Daimler Buses bjóða upp á akstursöryggisnámskeið á sérhönnuðu æfingasvæði í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur hópferðabíla sem og aðra áhugasama.
Daimler Buses er dótturfyrirtæki Daimler-samstæðunnar og framleiðir það m.a. Mercedes Benz og Setra hópferðabíla. Daimler Buses er með stærstu hópferðabíla framleiðendum í Evrópu og leiðandi á heimsvísu.
Auk akstursþjálfunar verður ekið um Rínardalinn og nágrenni. Gist verður í bænum Rüdesheim sem mörgum er að góðu kunnur og í borginni Koblenz sem þekkt er fyrir þýska hornið svokallaða þar sem árnar Mosel og Rín mætast.
Samgöngustofa viðurkennir námskeiðið sem verklegt til endurmenntunar atvinnubílstjóra.
18. október 2025 – Laugardagur
- Flogið til Frankfurt með Icelandair að morgni og lent þar um hádegisbil.
- Ekið til Rüdesheim, deginum og kvöldinu varið þar.
- Gist í Rüdesheim.
19. október 2025 – Sunnudagur
- Ekið um Rínardalinn.
- Komið til Koblenz um miðjan dag.
- Frjáls tími – hægt er njóta borgarinnar, skoða „þýska hornið“ og fara með kláf yfir ánna Rín.
- Gist í Koblenz næstu tvær nætur.
20. október 2025 – Mánudagur
- Námskeiðsdagur – ekið til bæjarins Wüschheim.
- Akstursöryggisnámskeið – sjá dagskrá hér að neðan.
- Ekið aftur til Koblenz og komið aftur á hótel um kl 18.
21. október 2025 – Miðvikudagur
- Ekið til Frankfurt.
- Þaðan verður flogið heim um hádegisbil og lent þar seinnipartinn.
Fararstjóri og túlkur verður Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar í netfangi gudni@okuland.is eða í síma 583 4040.
12 sæti eru í boði á námskeiðsdegi. Einnig er í boði að slást í för án þess að taka námskeið.
Markmið námskeiðs:
- Að aka án þess að stofna sér og öðrum í hættu.
- Á námskeiðinu upplifir þú akstur við viðsjárverðar aðstæður á hópferðabíl og lærir hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi.
Dagskrá:
Upphaf námskeiðs.
- Ekið um svæðið og það sýnt þátttakendum.
- Farið yfir aðstöðu ökumanns við stýri og leiðbeint um stillingar á sæti, speglum og stjórntækjum ásamt því að sýndar verða hreyfingar afturhorna við beygju.
- Svigæfingar og 180° viðsnúningur ásamt æfingum í akstri afturábak.
- Nauðhemlunaræfingar og samanburður á hemlunarvegalengd.
- Hádegisverður.
- Æfingar í akstri niður brekku í hálku.
- Undir- og yfirstýring, verklegar æfingar.
- Samantekt um þjálfunina.
- Námskeiðslok.
Verð á mann:
Í tvíbýli með námskeiði: 257.000 kr.
Í tvíbýli án námskeiðs: 189.000 kr.
Aukagjald fyrir einbýli: 23.000 kr.
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, leiðsögn og gisting í þrjár nætur með morgunverði.
Kostnað af ferðinni er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga, verkalýðsfélaga og fræðslusjóði atvinnurekanda ( attin.is ).
Smellið HÉR fyrir skráningu.
Skráning stendur til 14. júlí 2025. Náist næg þátttaka í ferð verður óendurkræft staðfestingargjald, kr. 15.000 á mann innheimt. Eftirstöðvar greiðast 6 vikum fyrir brottför.
Lengd: | 7 klst. | |
---|---|---|
Staðsetning: | Wüschheim í Þýskalandi | |
Þátttakendur: | 12 manns | |
Kennari: |
Uwe Beyer Guðni Sveinn Theodórsson |
|