Aksturshæfnispróf/Endurtökupróf
Ef ökuréttindi voru ekki endurnýjuð á réttum tíma(aksturshæfnipróf):
- Ef meira en tvö ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi verður að taka próf í aksturshæfni áður en réttindin fást endurnýjuð. Próf í aksturshæfni felur í sér aksturshlutann af verklegu ökuprófi, s.s. munnlega prófið er undanskilið. Ekki þarf að taka bóklegt ökupróf. E-flokkar eru undanskildir.
Ef ökumaður var sviptur ökuréttindum(endurtökupróf):
- Ef ökumaður hefur verið sviptur ökuréttindum þarf hann að standast bóklegt ökupróf. Síðan þarf að taka verklegt ökupróf í öllum þeim flokkum sem á að endurnýja. E-flokkar er þó undanskildir.
Í báðum tilfellum er fyrsta skrefið að sækja um endurnýjun/endurveitingu ökuskírteinis hjá sýslumanni. Læknisvottorð þarf alltaf að fylgja umsókn um endurnýjun/endurveitingu aukinna ökuréttinda.
Verðskrá fyrir aksturshæfnis- eða endurtökupróf *:
Vörubíll/C – Kr. 48.000,-
Lítill vörubíll/C1 – Kr. 39.000,-
Rúta/D – Kr. 59.000,-
Lítil rúta/D1 – Kr. 39.000,-
Leigubíll/Bfar – Kr. 30.000,-
*Verð felur í sér undirbúningstíma fyrir ökupróf og notkun á kennslubíl í ökuprófi. Próftökugjöld greiðast til Frumherja. Umsókn um ökuskírteini greiðist til sýslumanns og læknisvottorð til viðkomandi heilbrigðisstofnunar.
Ökuland býður upp á aksturshæfni í Reykjavík (allir flokkar) og á Selfossi (allir flokkar nema D).
Lengd: | ||
---|---|---|
Staðsetning: | Reykjavík & Selfoss | |
Kennari: |
Guðni Sveinn Theodórsson |
|