Meirapróf í fjarnámi

Innritunarkerfi og fjarnámsvefur Ökulands eru með nýju sniði. Nú er opið fyrir innritun og við leggjum foremlega af stað á Zoomfundi þann 20. september 2023 kl. 18.  Þó mun verkleg skyndihjálp fara fram í staðnámi, 4 klst. námskeið. Nánari upplýsingar verða á námsvef en þar munu nemendur hafa aðgang að öllu efni sem og kennurum í rauntíma meðan á námskeiði stendur.

———

Fyrsta skrefið, auk þess að skrá sig hjá ÖKULANDI,  er að sækja um ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Athugaðu að læknisvottorð þarf að fylgja umsókn um aukin ökuréttindi og þú þarft að vera með fullnaðarskírteini í flokki B (almenn ökuréttindi).

HÉR getur þú skoðað ferli náms til aukinna ökuréttinda.

Umsóknareyðublaðinu sem skila þarf inn til sýslumanns má hlaða niður HÉR

Verklegir ökutímar fram á Selfossi og í Reykjavík og eru skipulagðir í samráði við ökukennara Ökulands.

Innifalið í verði eru bók- og verklegir ökutímar skv. námskrá Samgöngustofu.

Annar kostnaður sem fellur til er tilgreindur í verðskrá Ökulands.

Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

 

Lengd: 62-104 kennslustundir - Fer eftir flokkum
Staðsetning: Fjarfundur/Fjarnám
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Björgvin Óli Ingvarsson
Sigurður Þór Ástráðsson
Þórir Erlingsson
Eiríkur Hreinn Helgason
Sveinn Ingi Lýðsson
Umsjón verklegt: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón bóklegt: Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Skráning

Önnur námskeið

Vöruflutningar / Netnámskeið

Námskeiðið er í netnámi, óháð tíma. Þó verður að ljúka því innan 48 klst. eftir að það er opnað.

Sjá meira

BE-Kerrupróf

Nám til BE-réttinda felur í sér fjóra verklega ökutíma auk verklegs ökuprófs.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð