Meirapróf í fjarkennslu

Fyrsta skrefið, auk þess að skrá sig hjá ÖKULANDI,  er að sækja um ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Athugaðu að læknisvottorð þarf að fylgja umsókn um aukin ökuréttindi og þú þarft að vera með fullnaðarskírteini í flokki B (almenn ökuréttindi).

Umsóknareyðublaðinu sem skila þarf inn til sýslumanns má hlaða niður hér.

Ökuland er staðsett á Selfossi og fara verklegir ökutímar fram þar að öllu jöfnu sem og verklega ökuprófið.

Verklegir ökutímar eru skipulagðir í samráði við ökukennara Ökulands.

Um er að ræða fjarkennslu í rauntíma sem og verkefnavinnu.  Þó er verkleg skyndihjálp kennd í staðnámi, einn laugardagur, sjá nánar í dagskrá. Bóklegi hlutinn skiptist í tvo hluta, grunnnám og framhaldsnám. Það fer eftir ökuréttindaflokkum hvaða hluta þú tekur. Sjá nánar um skiptingu HÉR og í dagskrá námskeiðs. 80% mætingarskylda er í bóklega hluta meiraprófsins.

Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þarf:

  • þátttakandi að hafa fartölvu, borðtölvu eða spjaldtölvu til námsins og vera í beinu netsambandi.
  • þátttakandi þarf að vera í mynd allan kennslutímann, vera með hátalara, hljóðnema og ber ábyrgð á að búnaður virki.    

Námskeiðsgjald er að öllu jöfnu innheimt með kröfu í heimabanka en mögulegt er að skipta greiðslu, sjá skráningarform.

Innifalið í verði eru bók- og verklegir ökutímar skv. námskrá Samgöngustofu.

Annar kostnaður sem fellur til er tilgreindur í verðskrá Ökulands.

Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

 

Lengd: 62-104 kennslustundir - Fer eftir flokkum, sjá nánar í dagskrá
Staðsetning: Fjarfundur/Selfoss
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Björgvin Óli Ingvarsson
Sigurður Þór Ástráðsson
Þórir Erlingsson
Eiríkur Hreinn Helgason
Sveinn Ingi Lýðsson
Umsjón verklegt: Guðni Sveinn Theodórsson
Umsjón bóklegt: Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Skráning Sækja dagskrá hér

Önnur námskeið

CPC/Passenger transport – Farþegaflutningar – ONLINE

Please note that each online course is divided into two days, November 29th & 30th, 6-9:30 p.m.

Sjá meira

Umferðaröryggi/Bíltækni í fjarfundi

Athugið að námskeiðið er kennt í tvennu lagi, 2. & 3. nóvember kl. 18-21:30.

Sjá meira

CPC/ Professionalism and the Human Factor – Fagmennska og mannlegi þátturinn -ONLINE

Please note that each online course is divided into two days, December 7th & 8th, 6-9:30 p.m.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð