Meirapróf í fjarkennslu
Næsta námskeið hefst 6. febrúar 2023. Dagskrá er væntanleg.
HÉR má sjá dagskrá yfirstandandi námskeiðs.
———
Fyrsta skrefið, auk þess að skrá sig hjá ÖKULANDI, er að sækja um ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Athugaðu að læknisvottorð þarf að fylgja umsókn um aukin ökuréttindi og þú þarft að vera með fullnaðarskírteini í flokki B (almenn ökuréttindi).
Umsóknareyðublaðinu sem skila þarf inn til sýslumanns má hlaða niður hér.
Ökuland er staðsett á Selfossi og fara verklegir ökutímar fram þar að öllu jöfnu sem og verklega ökuprófið. En við erum sveigjanleg og leitum ávallt að bestu lausninni.
Verklegir ökutímar eru skipulagðir í samráði við ökukennara Ökulands.
Um er að ræða fjarkennslu í rauntíma sem og verkefnavinnu. Þó er verkleg skyndihjálp sem og bíltækni kennd í staðnámi, tveir laugardagar, sjá nánar í dagskrá. Bóklegi hlutinn skiptist í tvo hluta, grunnnám og framhaldsnám. Það fer eftir ökuréttindaflokkum hvaða hluta þú tekur. Sjá nánar um skiptingu HÉR og í dagskrá námskeiðs. 80% mætingarskylda er í bóklega hluta meiraprófsins.
Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þarf:
- þátttakandi að hafa fartölvu, borðtölvu eða spjaldtölvu til námsins og vera í beinu netsambandi.
- þátttakandi þarf að vera í mynd allan kennslutímann, vera með hátalara, hljóðnema og ber ábyrgð á að búnaður virki.
Námskeiðsgjald er að öllu jöfnu innheimt með kröfu í heimabanka en mögulegt er að skipta greiðslu, sjá skráningarform.
Innifalið í verði eru bók- og verklegir ökutímar skv. námskrá Samgöngustofu.
Annar kostnaður sem fellur til er tilgreindur í verðskrá Ökulands.
Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.
Lengd: | 62-104 kennslustundir - Fer eftir flokkum, sjá nánar í dagskrá | |
---|---|---|
Staðsetning: | Fjarfundur/Selfoss | |
Kennari: |
Guðni Sveinn Theodórsson Björgvin Óli Ingvarsson Sigurður Þór Ástráðsson Þórir Erlingsson Eiríkur Hreinn Helgason Sveinn Ingi Lýðsson |
|
Umsjón verklegt: | Guðni Sveinn Theodórsson | |
Umsjón bóklegt: | Dýrfinna Sigurjónsdóttir |