Endurmenntun atvinnubílstjóra / NETNÁMSKEIÐ

Um endurmenntun atvinnubílstjóra…

  • Ökuland býður upp á netnámskeið sem hægt er að taka hvar og hvenær sem er. 

  • Endurmenntun samanstendur af fimm námskeiðum, þremur sem eru skylda/kjarnanámskeið og síðan er hægt að velja eitt eða tvö sem valkjarnanámskeið og síðan eru það valnámskeið, nánar hér að neðan.
  • Engin próf eru í lok námskeiðs.
  • Að námskeiði loknu sér Ökuland um skráningu í Ask, gagnagrunn Samgöngustofu & sýslumanna.
  • Athugið að þegar ökuskírteini er endurnýjað þarf að skila inn læknisvottorði.
  • Hver sá bílstjóri sem stundar vöru- eða farþegaflutninga í atvinnuskyni á stórri bifreið, skal sækja endurmenntun á fimm ára fresti og er það skilyrði til þess að fá atvinnuréttindi endurnýjuð. Flokkar C1/C & D1/D.
  • Rétt er að vekja athygli atvinnubílstjóra á mikilvægi þess að ljúka endurmenntun áður en gildistími ökuskírteinis rennur út.
  • Dreifa má námskeiðunum eftir hentugleika á fimm ára gildistímabil ökuréttindanna. 
  • Tákntalan 95 á bakhlið ökuskírteinis gefur til kynna að ökumaður hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni.
  • Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.

 

Þú getur skoðað stöðu þína í endurmenntun hér í gagnagrunninum ASKI

 

Uppsetning endurmenntunar skv. reglum Samgöngustofu:

A. Kjarnanámskeið(skylda) eru:

Lög og reglur, Umferðaröryggi/Bíltækni og Vistakstur/Öryggi í akstri

B. Valkjarnanámskeið(annað hvort eða bæði eru valin):

Vöruflutningar (fyrir C1/C)  og Farþegaflutningar (fyrir D1/D)

C. Valnámskeið:

Fagmennska og mannlegi þátturinn. Þetta námskeið getur verið í vali sem fimmta námskeiðið.

 

Nánar um endurmenntun atvinnubílstjóra á vef Samgöngustofu.

Lengd: Ljúka innan 48 klst eftir innritun
Verð: 18.500 kr.
Staðsetning: Netnámskeið
Kennari: Guðni Sveinn Theodórsson
Skráning

Önnur námskeið

Aksturshæfni

Þú þarft einnig sækja um endurn. ökuskírteinis hjá sýslumanni og skila inn læknisvottorði með umsókn

Sjá meira

Professional Driving License(in English) – ONLINE COURSE

The theoretical part is online. You decide when it best suits you to study.

Sjá meira

CPC (Code 95) ONLINE Courses

The courses can be taken at any time. It must be completed within 48 hours.

Sjá meira

Sendu okkur skilaboð