Akstursöryggisnámskeið fyrir flokk D – Við Álfhellu í Hafnarfirði


Dagsetningar í boði:
11., 12., 13. eða 14. apríl 2023 kl 09 – 16

Námskeiðsgjald á þátttakanda: 45.000.-
SKRÁNING HÉR
Lengd: 7 klukkutímar – fæst metið til endurmenntunar.
Staðsetning: Álfhella 221 Hafnarfjörður
Ökutæki: 2 hópbifreiðar
Fjöldi á námskeiði: 12 þátttakendur

Leiðbeinendur:
Guðni Sveinn Theodórsson ökukennari og Uwe Beyer akstursþjálfari hjá Daimler/EvoBus ( M Benz – Setra).

Markmið námskeiðs:
Námskeiðið miðar að því að aka án þess að stofna sér í hættu. Þátttakendur upplifa akstur við
viðsjárverðar aðstæður og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi. Kynnist eðlisfræðilegum
lögmál við hópbifreiðaakstur, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi. Rétt aksturslag í gegnum
beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur.
Framkvæmd námskeiðs:
Námskeiðið fer fram á lokuðu akstursöryggissvæði.
Eingöngu verða verklegar æfingar, þátttakendur koma til með að skiptast á að aka, fylgjast með og
skiptast á skoðunum.

Dagskrá:
Upphaf námskeiðs, upphitun.
Réttar stillingar á stjórntækjum, léttar akstursæfingar, svigakstur, þröngar beygjur, bakkæfingar.
Bremsuæfingar á 50 km/klst.
Hádegisverður.
Samanburður á nauðhemlun á 30 / 50 / 70 km/klst.
Sveigt framhjá hindrun – æfingar.
Samantekt og umræður.
Námskeiðslok.

 

 

 

 

————–

 

Kennslumyndbönd frá Krone

Ökuland samdi við þýska framleiðandann Krone um að setja íslenskan texta á kennslumyndbönd sem fyrirtækið útbýr.
Krone framleiðir eftirvagna og þessi myndbönd nýtast nemendum sem og öðrum áhugasömum.
Vinsamlega klikkið á tannhjólið hægra megin niðri og veljið íslensku:
 

Kennslumyndbönd frá Daimler/Mercedes Benz

Ökuland er einnig samstarfi við Daimler/Mercedes Benz í Þýskalandi, einn íslenskra ökuskóla, og er Guðni Sveinn Theodórsson ökukennari hjá Ökulandi með aksturþjálfunarréttindi frá Daimler/Mercedes Benz.
Nú hafa verið framleidd kennslumyndbönd sem Ökuland fékk leyfi til að talsetja á íslensku. Í þeim er m.a. komið inn á þætti sem nýtast öllum bílstjórum, hvort sem þeir keyra í atvinnuskyni eða sem almennir ökumenn.

Skráning

Akstursöryggisnámskeið á Íslandi

Dagsetning: 11. 04. 2023
Akstursöryggisnámskeið fyrir réttindaflokk D á Íslandi.

Meira Skráning
Fleiri námskeið

Sendu okkur skilaboð