Skip to Content

Endurmenntunarnámskeið

 

Meiraprófsnámskeið hefst á Selfossi föstudaginn 11. janúar 2019

 

Náms- og skemmtiferðir í febrúar 2019

 

EvoBus,  sem er rútudeild Daimler samstæðunnar, Ökuland ferðaskrifstofa/ökuskóli og Guðni Sveinn Theodórsson ökukennari/ DriverTrainer hjá Mercedes Benz, bjóða upp á akstursþjálfun á sérhönnuðu æfingasvæði við Hockenheim í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur hópbifreiða sem og aðra áhugasama. 

Um er að ræða þrjár brottfarir: 9. febrúar/12. febrúar/19. febrúar.

Auk akstursþjálfunar við Hockenheimring verður farið í heimsókn í hópbifreiða- og strætisvagnaverksmiðju EvoBus í Mannheim. Þar eru smíðaðar grindur fyrir bæði strætisvagna og hópbifreiðar. Þar fer einnig fram fullkomnasta ryðvörn sem boðið er upp á í hópbifreiðum í dag og einnig er hægt að fylgjast með samsetningu strætisvagna.

Einnig verður farið á tæknisafn í Speyer og ekið um í nágrenni við Heidelberg.

Námskeiðið fæst metið til endurmenntunnar atvinnubílstjóra hjá Samgöngustofu sem sérhæft valnámskeið.

Ferðatilhögun 09. - 12. febrúar 2019

 

09.02.2019 – Laugardagur: 

 • Flogið til Frankfurt um kl 07:25 og lent í Frankfurt um kl 12:00
 • Ekið til Mannheim, ( akstur í eina klst. ).
 • Gist á Hótel Bismarck í Mannheim næstu þrjár nætur í einsmannsherbergi.

10.02.2019 – Sunnudagur: 

 • Tæknisafnið í Speyer skoðað.
 • Að öðru leyti frjáls dagur.

11.02.2019 – Mánudagur:

 • Akstursþjálfun við Hockenheimring frá kl. 08:00 til 17:00, sjá nánari dagskrá hér að neðan.

12.02.2019 – Þriðjudagur:

 • Verksmiðjur í Mannheim skoðaðar með leiðsögn. 
 • Ekið til Frankfurt, þaðan sem flogið verður heim og lent um kl 15:45.
 • Ferðin kostar 179.000 kr.
 • Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunmat, aðgangur að tæknisafni í Speyer, skoðunarferð í verksmiðju og fararstjórn.
 • Styrk til ferðarinnar er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga og/eða Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ( attin.is / frae.is ).
 • Fararstjóri verður Guðni Sveinn sem veitir nánari upplýsingar (  899-1779/gudni@okuland.is ) og sér hann einnig um að skrá þátttakendur.
 • Hópurinn samanstendur af 12 þátttakendum.
 • Dagskráin á Hockenheimring er á þessa leið:

08:00 – Tekið á móti hóp, kynning á öryggisbúnaði.

08:30 – Ekið um svæðið og það sýnt þátttakendum. 

Farið yfir aðstöðu ökumanns við stýri og leiðbeint um stillingar á sæti, speglum og stjórntækjum.

09:00 – Svigæfingar og 180° viðsnúningur ásamt æfingum í akstri afturábak.

10:30 – Nauðhemlunaræfingar á mismunandi hraða.

12:45 – Hádegisverður.

13:45 – Æfingar í akstri og nauðhemlun með misjöfnu undirlagi.

15:15 – Undir- og yfirstýring, verklegar æfingar.

 16:30 – Samantekt um þjálfunina.

17:15 - Námskeiðslok.

 

 

 

 

 

 

Skráning hjá gudni@okuland.is

Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra verða haldin í Fjölheimum Tryggvagötu 13 Selfossi.

Fimmtudagur 17. janúar  Lög og reglur kl 9-16

Föstudaginn 18. janúar Umferðaröryggi - bíltækni kl 9-16

Þriðjudagur 22. janúar Fagmennska og mannlegi þátturinn kl 9-16

Miðvikudagur 23. janúar Vöruflutningar kl 9-16

Þriðjudagur 29. janúar Farþegaflutningar kl 9-16

Miðvikudagur 30. janúar Vistakstur - öryggi í akstri kl 9-16

Skráning hjá gudni@okuland.is

 

Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra verða á Hellu:

 

Föstudagur 11. janúar

Umferðaröryggi - bíltækni

Kl: 15 - 22

 

Laugardagur 12. janúar

Lög og reglur

Kl: 9 - 16

 

Sunnudagur 13. janúar

Fagmennska og mannlegi þátturinn

Kl: 9 - 16

 

Laugardagur 19. janúar

Vöruflutningar

Kl: 9 - 16

 

Sunnudagur 20. janúar

Vistakstur - öryggi í akstri

Kl: 9 - 16

 

Skráning hjá gudni@okuland.is

 

 

 

 

 

 

 

Samgöngustofa hefur uppfært upplýsingasíðu sína um endurmenntun atvinnubílstjóra. Þar er einnig krækja þar sem hver og einn bílstjóri getur skráð sig inn og séð hver staða hans er varðandi endurmenntun, hvað er búið og hvað er eftir.  

Hér er krækjan:

https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/

 

 

 Drupal vefsíða: Emstrur