Skip to Content

Endurmenntunarnámskeið

Nokkur sæti laus í þessa náms- og skemmtiferð.

 

Akstursþjálfun hjá EvoBus 

EvoBus,  sem er rútudeild Mercedes Benz samstæðunnar, Ökuland ökuskóli/ferðaskrifstofa og Guðni Sveinn Theodórsson ökukennari bjóða upp á akstursþjálfun á sérhönnuðu æfingasvæði í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur hópbifreiða sem og aðra áhugasama. 

Auk akstursþjálfunar verður farið í heimsókn í hópbifreiða- og strætisvagnaverksmiðju Mercedes Benz í Mannheim. Þar eru smíðaðar grindur fyrir bæði strætisvagna og hópbifreiðar. Þar fer einnig fram fullkomnasta ryðvörn sem boðið er upp á í hópbifreiðum í dag og einnig er hægt að fylgjast með samsetningu strætisvagna.

Námskeiðið fæst metið til endurmenntunnar atvinnubílstjóra hjá Samgöngustofu sem sérhæft valnámskeið.

Ferðatilhögun 01. - 04. desember 2019

01.12.2019 – Sunnudagur: 

Flogið til Frankfurt með Icelandair kl 07:30 og lent þar um kl 12:00

Ekið um Rínardalsvæðið.

Gist næstu tvær nætur í bænum Kastellaun í einsmannsherbergi.

02.12.2019 – Mánudagur:

Akstursþjálfun í Wüchsheim frá kl. 08:00 til 17:00, sjá nánari dagskrá hér að neðan.

03.12.2019 – Þriðjudagur:

Ekið til Mannheim ( 150 km )

Verksmiðjur í Mannheim skoðaðar með leiðsögn. 

Tækni- og bílasafnið í Speyer skoðað.

Gist í Mannheim.

04.12.2019 - Miðvikudagur:

Ekið til Frankfurt ( 100 km )

Flogið heim með Icelandair um kl 13:00 og lent heima um kl 15:40

Ferðin kostar 185.000 kr.

Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, námskeiðsgjald fyrir akstursþjálfun, ferðir milli staða, gisting í einsmannsherbergi í þrjár nætur með morgunmat, heimsókn í verksmiðju, heimsókn í tæknisafn og fararstjórn.

Styrk til ferðarinnar er að hluta til hægt að sækja í starfsmenntasjóði stéttarfélaga og/eða Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ( frae.is ).

Fararstjóri verður Guðni Sveinn sem veitir nánari upplýsingar (  899-1779/gudni@okuland.is ) og sér hann einnig um að skrá þátttakendur.

Hópurinn samanstendur af 12 einstaklingum.

Dagskráin á námskeiðinu er á þessa leið

08:00 – Tekið á móti hóp.

08:15 –Farið yfir aðstöðu ökumanns við stýri og leiðbeint um stillingar á sæti, speglum 

          og stjórntækjum.

09:00 – Svigæfingar og 180° viðsnúningur ásamt æfingum í akstri afturábak.

10:30 – Nauðhemlunaræfingar á mismunandi hraða.

12:45 – Hádegisverður.

13:45 – Æfingar í akstri í hálku.

15:15 – Undir- og yfirstýring, verklegar æfingar.

 16:30 – Samantekt um þjálfunina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Drupal vefsíða: Emstrur