Flugmenn í meirapróf

Þannig varð úr að 33 flugmenn og flugstjórar hjá Icelandair hófu meiraprófsnám í ágúst og september. Flestir luku verklegum ökuprófum í september og október en þeir allra síðustu fyrir nokkrum dögum.Námskeiðin fóru fram húsakynnum FÍA og voru þau í staðnámi á dagvinnutíma sem var tími sem hentaði fólki vel við þáverandi aðstæður.

Björn Ásbjörnsson var tengiliður flugmanna við Ökuland. Hann lauk flugnámi árið 1999 og hefur verið flugmaður hjá Icelandair frá árinu 2004 og síðan seinna flugstjóri.Hann var ánægður með ökunámið og sér fram á að það muni nýtast honum í framtíðinni.

Bjarki Viðarsson er einn af flugmönnum Icelandair sem hóf meiraprófsnámskeið sl. haust. Hann lauk flugnámi árið 2015 og hefur starfað sem flugmaður frá árinu 2016. Í framhaldi af uppsögn hjá Icelandair á þessu ári dreif hann sig í meiraprófið og fékk fljótt starf sem atvinnubílstjóri. Bjarki þykir atvinnubílstjórastarfið skemmtilegt en krefjandi. Fyrst hefði reynt á að staðsetja sig rétt á vegi og á vinnusvæði allt komi þetta með reynslunni. Hann ekur malarflutningabíl og var til að byrja með í vikurflutningum en hefur undanfarip ekið efni úr og í húsgrunna.Bjarki var ánægður með ökunámið og telur að það nýtist sér vel.

 

 

 

 

Sendu okkur skilaboð