Þungaflutningar á hálendinu

Það er mjög gaman að fá sendar myndir frá fólki sem er úti að aka-bókstaflega. Guðmundur Birgir Smárason bílstjóri hjá Ístak var á ferðinni við Hrauneyjar á dögunum með farm í þyngri kantinum. Snjólétt er þarna um slóðir miðað við árstíma og rennifæri. Guðmundur Birgir er oft í breiddarflutningum, flytur t.d. jarðýtur, og þar reynir mjög á bílstjóra vörubíls og ekki síður tillitssemi annarra ökumanna.

Sendu okkur skilaboð