Um endurmenntun bílstjóra

ökuland

Árið 2015 var námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra staðfest af ráðherra. Í námskránni kemur fram að bílstjórar í vöru- og farþegaflutningum í atvinnuskyni skuli endurmennta sig á fimm ára tímabili. Almennt er ánægja með uppfræðslu og upprifjun meðal atvinnubílstjóra og á námskeiðunum gefst þeim líka kostur á að skiptast á skoðunum og miðla af sinni reynslu.

Námskeiðshaldarar vinna eftir téðri námskrá og hafa námskeiðin verið að mestu leyti verið bókleg og núna síðustu misserin að mestu keyrð í fjarfundi.

Ökuland var fyrsti ökuskólinn sem fékk starfsleyfi til þess að halda námskeið og hefur frá upphafi boðið upp á bók- og verkleg endurmenntunarnámskeið. Frá árinu 2015 hafa verkleg námskeið verið haldin í Þýskalandi og nú nýverið á sérhönnuðu æfingasvæði við Álfhellu í Hafnarfirði þar sem Kvartmíluklúbburinn og Ö3 hafa byggt upp aðstöðu. Ökuland mun áfram bjóða upp á bók- og verkleg námskeið hér heima og í Þýskalandi og næsta ferð verður farin þann 18. nóvember. Nánari upplýsingar og ferðaáætlun inná okuland.is

Nú er og komið að því nauðsynlegt er að Samgöngustofa uppfæri námskrána um endurmenntun. Bílstjórar í farþega- og vöruflutningum hafa margir lokið tilskyldri endurmenntun undanfarin ár og hjá mörgum styttist í næstu lotu. Ef ekki kemur til breytinga á námskrá blasir við einsleitt landslag í þeim námskeiðum sem atvinnubílstjórar hafa úr að velja. Á meginlandi Evrópu hafa bílstjórar í gegnum árin geta valið mun meira af námskeiðum heldur en hér á landi sem henta þeirra störfum, s.s. dýraflutningum, farmflutningum eða farþegaflutningum. Í maí sl. tóku við uppfærðar reglur hjá Evrópusambandinu um endurmenntun og þar koma fram ýmsar breytingar sem nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld kynni sér og taki mið af.

Sendu okkur skilaboð