Warning: Use of undefined constant full - assumed 'full' (this will throw an Error in a future version of PHP) in /var/www/virtual/okuland.is/htdocs/wp-content/themes/okuland/header.php on line 54

Náms- og skemmtiferð til Þýskalands

Í síðustu viku fóru meiraprófsbílstjórar í náms- og skemmtiferð til Þýskalands á vegum Ökulands. Megin tilgangur ferðarinnar var þátttaka í akstursöryggisnámskeiði hjá Mercedes Benz í Rheinmünster. Í ferðinni var og ekið um í nágrenni Svartaskógar, tvö bílasöfn skoðuð svo eitthvað sé nefnt.

Þátttakendur komu víða að og voru m.a. frá Borgarverki, Gröfuþjónustu Steins Þórarinssonar, Auðberti og Vigfúsi Páli, I.G. Bílum, HM-bílum, bílaumboðsins Öskju auk einstaklinga sem starfa við atvinnubíla.

Á námskeiðinu var farið í gegnum nýjungar í aksturs- og öryggisbúnaði Benz vörubíla en einnig fór mikill hluti námskeiðsins í verklegar akstursæfingar.

Námskeiðið er metið til endurmenntunar atvinnubílstjóra.

Með því að fá tækifæri til þess að gera verklegar akstursöryggisæfingar, m.a. við nauðhemlun, upplifir ökumaður og öðlast betri skilning á öryggiskerfum sem er í vörubílum og þannig má auka öryggi í umferðinni.

Myndin sem fylgir með er af hópnum með Guðna Sveini Theodórssyni fararstjóra.

Sendu okkur skilaboð