Nýbakaðir atvinnubílstjórar

Aron Bikir Óttarsson frá Höfn í Hornafirði og Andri Þór Kristjánsson frá Ísafirði komu nýverið á Selfoss í nokkra daga og luku verklegum ökutímum og verklegum ökuprófum. Þeir hafa undanfarið tekið bóklegan hluta meiraprófsins í fjarfundi hjá Ökulandi ásamt mörgum öðrum víða um land. Það eru mikil tímamót í sögu meiraprófs hér á landi að geta stundað bóklega hlutann í fjarfundi og er vonandi vísir að frekari framþróun ökunáms. Ökuland óskar Aroni og Andra til hamingju með ökuréttindin sem og öllum nemendum sínum sem eru að ljúka ökuprófum um þessar mundir og óskar þeim velfarnaðar á vegum landsins.

 

Sendu okkur skilaboð